Leita í fréttum mbl.is

Regnboginn

Ég byrjaði að mála aftur á föstudaginn og þegar ég var að velja litina sem ég var að mála með, rifjaðist upp atvik úr síðustu utanlandsferð.  Edda sagði... þú verður að blogga þessu á netið...

Við vorum semsagt í Californíu og Arizona í 3 vikur núna eftir jólin. 
Að venju fórum við í the Crystal Cathedral en þar er alltaf glæsileg jóladagskrá og sviðið skreytt þannig að það er eins og maður færist 2000 ár aftur í tímann.

Við hittum líka Hafdísi frænku í hennar kirkju í Rolling Hills.  Samkomum Aðventista er skipt niður í Lexíu og samkomu sem innifelur barnasögu.
Konan sem sagði börnunum söguna, safnaði þeim upp að sviðinu, hún sjálf var með hátalara svo salurinn heyrði það sem hún sagði þeim.  Við sátum aftast og heyrðum lítið í börnunum.

Konan var að kenna þeim nauðsyn þess að borða allskonar grænmeti og ávexti til að fá öll vítamínin.  Litirnir voru þeim til leiðbeiningar um að ,,borða allan regnbogann" 
Þið verðið að borða alla liti á hverjum degi ..... sagði hún, svo kom smá þögn.....

Nei...... ég er ekki að meina ,,Skittles"

Skittles


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband