Leita í fréttum mbl.is

Ljósmyndir

sú gamlaÞað hringdi einhver kona frá Blaðinu í gær og tók viðtal gegnum símann við mig.  Það var svosem ekkert mál.  Ekki vildi hún að ég sendi henni mynd.... það varð að senda ljósmyndara á staðinn.  OK.  Þegar hann kom, var farið að rigna, kólna og skyggja... en hvað um það myndin var tekin á pallinum bakvið og maðurinn hélt því fram að hann væri mjög góður ljósmyndari..... það getur vel verið, en myndin er samt hörmung.

Þetta minnti mig á..... að fyrir mörgum árum þurftum við hjónin bæði að endurnýja ökuskírteinin okkar.  Þetta var á þeim tíma þegar myndin var inn í kerfinu.  Maðurinn sótti skírteinin okkar og ég fékk áfall þegar ég sá myndina.  Í ökuskírteininu..... sem gildir til 2026... var hrikaleg skyndimynd sem var tekin á Hrafnistu í starfsmannaskírteinið mitt þar.  Bankinn á Hrafnistu hafði sent myndina í gagnagrunn reikningsstofnunar.  Í ökuskírteini mannsins var lala-mynd sem hann hafði einhverntíma látið setja í lyftaraprófsskírteini......

Mér leist ekkert á þetta og fór á Sýslumannsskrifstofuna og sagði við konuna að ég væri ekki sátt við þetta... gamla myndin í skírteininu hefði verið skárri... Hún viðurkenndi það og sagði að ég mætti koma með nýja mynd.... hún sagði: þú mátt skipta.... en EKKI maðurinn þinn, ég sá hann.... hann er svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband