Leita í fréttum mbl.is

Denver CO - Ísland

14.júní
Það hefur ekki verið nein miskunn hjá fararstjóranum... vaknað í síðasta lagi 6:30, morgunmatur kl 7 og lagt af stað fyrir kl 8 am.

Við pökkuðum í gær því við ætluðum að eyða deginum í að skoða Red Rock útileikhúsið. Við vorum ótrúlega heppnin með veður, sól og blíða (var smá rigning í gærkvöldi) og útileikhúsið ótrúlega flott... það var smá snjór/hagl í klettaskorum... kannski var haglél þar á sama tíma og við fengum haglið í gærmorgun.

Við nutum okkar í blíðunni og lögðum svo af stað að kaupa það síðasta... NESTI fyrir heimleiðina, taka bensín, skila bílnum og taka rútuna í flugstöðina.

Flugið heim var kl 17:20 og tók 6:45mín...

Þessi ótrúlega ævintýraferð er á enda.
Við keyrðum 2.417 mílur og flugum 5 flug. Fylkin sem við fórum í voru CO, NV, AZ, UT, WA, MT og WY. Hápunktur fyrri hluta ferðarinnar var þegar við gengum The Kaibab Trail niður í Grand Canyon og upp Bright Angel Trail daginn eftir, uþb 26 km leið, með allan búnað á bakinu.
Á hverjum degi sáum við ótrúlega flotta staði (Hoover Dam, Monument Valley, Antelope Canyon, Horseshoe Bend, Meteor Crater, Sedona Canyon, Montezuma Castle, Red Rock Canyon, Yellowstone, Jackson Hole og Red Rocks... fyrir utan dagana sem við áttum í Las Vegas... og að auki náði ég í seinni hluta ferðarinnar, maraþoni í síðasta fylkinu í ANNARRI UMFERÐ um USA... How cool is that :)
það er spurning hvort það sé hægt að toppa þessa ferð... TAKK ÖLL FYRIR SAMVERUNA.

15.júní.
Týri sótti okkur upp í flugstöð, TAKK FYRIR ÞAÐ.

Hótel... rúmið heima :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband