Leita í fréttum mbl.is

Las Vegas NV - The Strip

5.júní... Sjómannadagurinn

Sjómannadagurinn er í dag... og sjómaðurinn var svo slappur af kvefi að hann ákvað að vera heima á hótelinu í dag. Hitinn er gifurlegur... fór hæst í 113F að það var erfitt að vera úti lengi. 

Við byrjuðum á morgunverði á buffetinu... svo var "frjáls tími" fram yfir hádegi, sem flestir notuðu við sundlaugina... svo fórum við seinnipartinn í Walmart. Þaðan fór ég með Völu og Hjödda í ELVIS WEDDING CHAPEL... og það endaði með því að ég lét þau endurnýja heitin fyrir framan dyrnar þar.... Um kvöldmatinn fórum við að skoða Caesers Palace og til að horfa á vatnsorgelið... með ljósa-show-i því það var farið að skyggja... þetta var svo flott að við horfðum á 3 sýningar... en eftir kl 8 eru sýningar á 15 mín fresti.

Við borðuðum á Gordon Ramsey... ágætur staður... eftir það keyrðum við fyrst upp The Strip og svo niður það... og hvílík ljósadýrð... við komum ekki heima á hótel fyrr en um miðnætti og þá var hitinn um 100F

Dagskráin á morgun er þegar ákveðin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband