Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - Denver - Las Vegas

Þetta er búið að vera langt og strangt ferðalag... 

Við komum við hjá Hörpu og Helgu á leiðinni út á flugvöll... Þegar við vorum að stíga inn hjá Helgu fékk ég símtal frá AMEX þar sem þau voru að tilkynna mér að það þyrfti að loka kortinu vegna aðvörunar erlendis frá um að það hefði verið brotist inn í gagnabanka þar.
Þetta kom bæði á versta og ,,besta" tíma fyrir okkur... Slæmt að þetta gerðist NÚNA þegar maður er liggur við að stíga upp í flugvélina en ,,best" að vita áður en maður fer að kortið er lokað... það hefði verið hrikalegt að standa fyrir framan afgreiðsluborðið á bílaleigunni með lokað kort og vita ekki neitt. Við fáum annað sent með hraði hingað út...


Flugið til Denver tekur  8:50 og það varð 20 mín seinkun... Í Denver varð 1 og hálfs tíma seinkun á fluginu til Las Vegas og þegar við komum til Vegas beið ég tæpa 2 klst eftir bílaleigubílnum. Það var brjálað að gera hjá þeim og 2 menn að afgreiða bíla. Þegar ég ætlaði síðan að borga bílinn með hinum kortinu mínu - þá var búið að loka því... en kortið sem ég hélt að hefði verið lokað, það var opið.

Þegar við komum loksins á hótelið - um kl 3 um nótt á staðartíma... var ég orðin dauðþreytt og sofnaði um leið og hausinn datt á koddann.

Fyrir Lottu... hringdu í okkur... og þegar þú kemur leggðu bílnum í bílastæðahúsinu sem næst innganginum.


Palace Station Hotel and Casino
2411W Sahara Ave, Las Vegas 89102
Phone: 702 367-2411 room 1519


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband