Leita í fréttum mbl.is

Keflavík - Denver CO

Við lentum í Denver eftir 7 tíma og 35 mín flug. Denver er ekki skemmtilegur flugvöllur, það er hrikalega langt í útlendinga-eftirlitið og þar eru raðir af fólki úr mörgum flugvélum og alltaf löng bið.

Það versta var að í röðinni fengum við að vita að vegur 25 norður til Wyoming var í sundur vegna flóða. Við vorum með gamalt kort af fylkinu og áætluðum þá að fara 76 vestur en það svæði var allt á floti. Við og þúsundir annarra voru föst og fyrsta hótelið okkar var í Cheyenne WY.

Það var ekkert annað að gera en að keyra á milli hótela og reyna að fá gistinu. Mörg þeirra voru þegar full enda klukkan orðin 10 pm á þeirra tíma... en við fengum loks svítu á Led Lion...

Eins og útlitið er, þá lítur út fyrir margra daga töf áður en það verður gert við vegina... þá höfum við verið að fylgjast með fréttum og sýnist að það rigni enn fyrir norðan þangað sem við ætlum að fara og þá er spurning hvort hlaupunum verði aflýst.

Við höfum leitað leiða til að komast áfram og vorum að frétta af krókaleið kringum flóðasvæðið. Ef það tekst þá keyrum við yfir 400 mílur í dag. 

7010 Tower Rd, Denver, CO ‎

(303) 373-5900  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband