Leita í fréttum mbl.is

Komin heim í rokið og kuldann...

Komum snemma til Boston og borðuðum á Old Country Buffetinu okkar í Meadow Glen Mall. Þar var löng biðröð inn enda er hátíðarhelgi - Memorial Day. Við erum búin að versla svo það var ekki eftir neinu að bíða, bara skila bílnum og koma sér á völlinn.

Við vorum mætt mjög snemma út á völl - eigum flug 21:30, en það er líka ágætt að vera ekki í þyngstu umferðinni. Við gerðum ráð fyrir að þurfa að vigta töskurnar og færa á milli... 

Biðin eftir fluginu var svolítið löng og ég varð sífellt syfjaðri... þegar við komum inn í vélina og ég var búin að athuga hvort það væri einhver ný bíómynd (NEI) þá ákvað ég að reyna að sofa á leiðinni heim. það gekk brösuglega því við vorum aftasta sæti fyrir framan neyðarútgang og ekki hægt að halla sætunum aftur.

Mamma og pabbi sóttu okkur út á völl - og við yfir-fylltum bílinn þeirra af dótinu... svo þegar maður kemur heim þá eru þetta mest umbúðir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl, Bryndís, ég les stundum bloggið þitt og er svolítið forvitin um þetta moll sem þú nefndir í síðasta pistli.

Geturðu sagt mér ca. hve langt það er frá Boston, svo dæmi sé tekið? Bestu þakkir...

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2013 kl. 11:43

2 Smámynd: Bryndís Svavarsdóttir

Sæl Nanna, fyrirgefðu að ég sá ekki athugasemdina strax. Ef þú ert að spurja um Holyoke-mollið þá er það 95 mílur frá Boston ca 1,5-2 tíma að keyra.Það er í Chicopee rétt norðan við Springfield.

Ef þú hefur aðra spurningu og það er lokað fyrir athugasemdirnar í blogginu þá er emailið mitt vinstra megin á síðunni.

Bestu kveðjur, Bryndís

Bryndís Svavarsdóttir, 13.6.2013 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband