Leita í fréttum mbl.is

Lentum í árekstri í Dallas

Við vildum helst ekki keyra til Humble án þess að fá töskurnar en við verðum að keyra þangað í dag (19.12.2012). Við tókum leigubíl upp í Rental Car Center og fengum bílinn, ákváðum síðan að fara fyrst með rútunni upp í flugstöð og bíða eftir fluginu frá Denver. Okkur fannst það snilld að þurfa þá ekki að hafa áhyggjur af bílastæði. Konan hjá Frontier athugaði málið í tölvunni og síðan á rúllubandinu og töskurnar voru komnar. Hvílíkur léttir - Konan kvittaði á eyðublaðið að við fengum þær í hendur kl 12 á hádegi.

Okkar bíll - Dallas 19.12.2012

Þá var það rútan aftur í bílaleiguna. Við sóttum bílinn okkar, settum hótelið í Humble inn í Garmin. Ég rétti Lúlla töskuna undan Garmin og þegar hann opnaði hanskahólfið voru 2 stórar pakkningar af lyfjum þar, sem við skildum eftir í útkeyrsluhliðinu. Við lögðum af stað. Ég var búin að keyra um 10 mílur, þegar ég sá að bílar fyrir framan voru að færa sig til hliðar, ég var á miðjuakgrein. Ástæðan var að upp á hæðinni - eða aðeins niðri í hallanum hinum megin lá vörubretti með kassastafla á minni akgrein. Ég setti stefnuljós og dró úr hraðanum en þegar allir færa sig í einu og enginn dregur úr hraða - þá komst ég ekki út af akgreininni.

Hinn bíllinn - Dallas 19.12.2012

Ég var næstum komin að brettinu þegar annar bíll skall aftan á okkur. Ekkert smá högg, við köstuðumst út á innstu akgreinina en ég gat afstýrt að lenda á steinblokkunum. Nú fyrst hægðist á umferðinni og við komumst út í kant. Í hinum bílnum var ungur strákur - við vorum bæði í sjokki, púðinn hafi sprungið hjá honum en ég hef grun um að hann hafi ekki verið í belti. Guði sé lof að við fundum ekki fyrir neinu en hann fékk verk í öxlina þegar frá leið. 

Hjálparenglarnir í Dallas Police 19.12.2012

Síminn okkar virkar ekki nema fyrir sms hér en hann hringdi í 911 og pabba sinn. Nú tók við 4 klst ferli því við vorum á svæði Dallas lögreglunnar. Fyrst komu lögreglumenn úr öðrum umdæmum og voru okkur til halds og trausts. Allir svo almennilegir og hjálpsamir. Pabbi stráksins reyndi að hringja í 1-800-númer til bílleigunnar... það símtal varð meira en klst langt eftir að hann afhenti mér símann sinn til að gefa upplýsingar...  Meira að segja lögreglan brosti þegar ég sagði þeim það á eftir og bætti við:"do you know how many times I had to spell my name" 

Fjöldi lögreglubíla kom, sjúkrabíll og slökkviliðið - það var yfirmaður slökkviliðsins sem tók símann hjá mér í miðju símtali og tilkynnti að hann tæki yfir í þessu máli. Eftir að lögregla Dallas umdæmis kom, var tekin skýrsla af okkur og ég get varla lýst því hvað ég er fegin að lyfin voru ekki í hanskahólfinu þegar lögreglan sótti sjálf pappíra þangað. Þessir tveir lögreglumenn frá Dallas Police voru hreinustu englar. Þeir gerðu skýrsluna fyrir okkur - töluðu við alla sem þurfti að tala við, þar á meðal bílaleiguna og hringdu á dráttarbíl sem tók báða bílana (báðir óökufærir).

Mín ráðlegging til þeirra sem lenda í umferðarslysi í USA... ekki hringja í bílaleiguna ef bíllinn er óökufær - bíðið eftir lögreglunni - hún höndlar málið best :D 

Síðan keyrðu þessir hjálpar-englar okkur í tveim lögreglubílum aftur upp á Advantage bílaleiguna og fylltu út tjónaskýrslu fyrir okkur þar. Ég veit ekki hvað við hefðum þurft að ganga í gegnum ef þeir hefði ekki verið svona hjálpsamir. 

Við fengum nýjan bíl og lögðum af stað til Humble. Þegar við keyrðum framhjá slysstaðnum okkar, mundum við eftir að einn lögreglumaðurinn sem kom fyrst á staðinn, sagði okkur að fyrir hádegi í dag myrti byssumaður 2 á bensínstöðinni sem var 100 metra frá slysstaðnum.

Það voru 248 mílur til Humble, við sluppum út úr Dallas í björtu og án teljandi umferðartafa. Ég var orðin dauðþreytt þegar við komum til Humble um 10-leytið og fljót að sofna. 

Super 8 Motel - Intercontinental Airport
7010 Will Clayton Parkway, Humble, TX, 77338

Phone: 1-281-446-5100  room 214 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband