Leita í fréttum mbl.is

35 ára brúðkaupsafmæli á toppi Helgafells :)

Fyrir Helgafell


Við vorum svo blessuð með mætingu fjölskyldunnar og með yndislegu veðri. Næstum allir gátu komið. 

Mæting var kl 12 hér heima og keyrt upp í Kaldársel þar sem fyrsta myndin var tekin. Það náðist ekki að hafa ,,fyrir og eftir" myndatöku því sumir fóru ansi hratt inn í bíl eftir fjallið  Kissing

Afi var elstur, 64 ára eftir nokkra daga og Matthías Daði var yngstur 1 árs í maí.

Við rætur Helgafells

Við skiptum á okkur birgðunum, það var ekki planið að missa gramm í þessari ferð. Við vorum með birgðir af vatni og gosdrykkjum enda 17 °c og kökur... í gær var bökuð sjónvarpskaka og tvöfaldur skammtur af smákökum Wink

Á toppi Helgafells :)

Við stoppuðum aðeins við rætur Helgafells og síðan á ca miðri leið til að skrifa nöfnin okkar í móbergið. Fjallið er ein allsherjar GESTABÓK.

Ferðin upp tók um klukkutíma... á toppnum var ráðist á nestið... enda átti ekki að bera það niður aftur... og svo var myndataka, Berghildur systir var með og tók myndirnar af hópnum. Að sjálfsögðu var skrifað í gestabókina - við fylltum heila síðu Smile

Útsýnið var frábært, og það gerði ekkert til þó það kólnaði aðeins. Við æfðum fjölskylduöskrið - hvað er nú það - 
Ég mismælti mig við samhæfinguna og tilkynnti að nú ætluðum við að öskra eins ,,hratt" og við gætum... átti að vera ,,hátt".

Á leiðinni niður

Við vorum með 3 hunda og þá kom annað mismæli út af vatnsskálunum... ,,þeir slefa ekki út úr hvor öðrum" Pinch

Við heimkomu biðu hægsteikt læri og jökulkalt gos Tounge... og við fengum BIKAR frá Tinnu fyrir 35 árin, þó allir viti að það sé stranglega bannað að gefa okkur gjafir... InLove

Dagurinn heppnaðist í alla staði frábærlega vel og erum við svo sannarlega blessuð að eiga þessa fjölskyldu Kissing

TAKK FYRIR OKKUR Heart 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband