Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Ferðalög

Nevada - Utah - Arizona 27.sept til 11.okt 2022

27-30.sept...
Þetta er fyrsta ferðin sem Lúlli fer í eftir Covid. Við, Vala og Hjöddi verðum úti í 2 vikur. Við millilentum í New York á leiðinni til Las Vegas.. Við fengum þennan fína van hjá FOX svo það fór vel um okkur.. Við gistum fyrstu 3 næturnar á Golden Gate Hotel í miðbænum.. Fyrst var að jafna sig eftir flugið, versla vatn og fleira. Við skoðuðum útilistaverk sunnan við Las Vegas.. heimsóttum Lilju en 30 sept keyrum við til Utah.. á leiðinni skoðuðum við Valley of Fire..

30.sept- 2.okt
Við tékkuðum okkur inn á Quality Inn, ég sótti númerið, ath aðstæður og gerði mig klára fyrir maraþonið 1.okt. en þetta varð með erfiðustu maraþonum sem ég hef farið.. en allt um það á byltur.blog.is.. Daginn eftir keyrðum við til Hurricane UT en þar gistum við í 5 nætur

2-7.okt ZION þjóðgarðurinn - Norður Rim Grand Canyon
Það leit ekki vel út með veður fyrsta daginn en við keyrðum í þjóðgarðinn, keyrðum að norður innganginum, og skoðuðum snarbrött fjöllin, fórum í gegnum göng.. veðrið lék við okkur.. Daginn eftir fórum við Vala bara tvær, eldsnemma með nesti og gengum NARROWS en eftir ca 2 km göngu í vatninu, gáfu vaðskór Volu sig, botnarnir losnuðu í sundur.. og hún varð að skipta yfir í strigaskóna... við fórum aðeins lengra en snérum síðan við... tókum rútuna til baka og fórum út til að ganga ANGELS LANDING.. Veðrið var ótrúlega flott.. en engin myndavél mun nokkurntíma ná að fanga þessa dýrð.. Daginn eftir notuðum við til að keyra að norður-rim Grand Canyon, því strákarnir höfðu bara komið á suður-rimina. Við notuðum tækifærið að skoða Angels Window og fleira sem var við Cape Royal en sá vegur var lokaður þegar við Vala vorum þarna í gönguferðinni 2019.. Síðasta daginn í Zíon notuðum við til að fara með strákana í þann hluta garðsins þar sem við gengum.. Daginn eftir keyrðum við til Las Vegas.

7-8.okt N-Las Vegas 
Við tékkuðum okkur inn á hótel, fórum í búðir og út að borða, á morgun keyrum við norður til Beatty, skoðum útilistaverk, gamla námubæi, Alian Center og fleira..

8-9.okt   Beatty
Við gistum í Beatty, fr´bært hótel, lítll og fallegur bær, við borðuðum kvöldmat úti á rómantískum veitingastað, frábæra steik. daginn eftir keyrðum við áfram norður, sáum fleiri námubæi, skoðuðum International Car Forrest, keyrðum suður heimsóttum Alian Bar og Arial 51.. þetta var langur hringur.. þó nokkur keyrsla en við komum aftur til Las Vegas seinnipartinn..

9-11.okt Las Vegas - Hótel Rio
Eftir Covid er manneklan þvílík að það tók 3 klst að tékka okkur inn á Ríó.. Hótelið er flott, það vantar ekki, góð herbergi og allt til fyrirmyndar, en við hefðum ekki haldið þessa innritun út ef við hefðum verið að koma úr flugi.. Við hvíldum okkur, borðuðum úti, versluðum og pökkuðum.. Ferðin velheppnuð en er að verða búin..

11.okt.. Við tékkuðum okkur út snemma, ég skilaði bílnum, við áttum flug um hádegið til New York og næturflug heim um kvöldið... Lentum í Keflavík um kl 9 daginn eftir... 12.okt. 

 


Budapest 30.júní - 9.júlí 2022

Við Harpa fórum í tannlæknaferð til Búdapest, hún var að fara í fjórða sinn... vegna mistaka hjá Íslensku Klínikinni þar og er nú komin á nýja stofu í miðborginni... Við flugum með Wizz air og Harpa var með leikskólatösku fyrir mömmu svo mér myndi ekki leiðast í fluginu... ekkert sjónvarp...
Ferðin heppnaðist í alla staði mjög vel... við áttum oft tíma til skiptis og fórum seint út einhverja daga en við náðum að skoða heilmikið ma 9 kirkjur... við versluðum eitthvað smá og fórum eitt kvöld í óperuna að sjá Grímudansleikinn eftir Verdí. 
Helvetica klinic var með tannlæknastofur á fyrstu hæð og hótel á efri hæðunum... þetta var mjög þægilegt. Við eigum eftir að fara aftur eftir  ca 3 mán.


PA, NJ, CT og MA, 3-10.júní 2022

3.júní
Já ég er á leiðinni út, átti pantað covid test kl 9... og það má segja að það hafi verið forskriftin að ferðinni... að pöntunin fannst ekki, en ég gat skráð mig í annað test. Það tók síðan 20  mín að fá niðurstöðuna og þá brunuðum við upp í flugstöð... Auðvitað lenti ég aftast í röðinni og ég var 1 tíma og 40 mín í röð að tékka mig inn, síðan var það bara sprettur í vélina... Flugið var fínt, gott að ferðast með UNITED AIRLINES, tvisvar matur á leiðinni og góð þjónusta...  Þegar ég mætti á AVIS bílaleiguna... fannst pöntunin ekki... en
 svo fannst hún á leigu úti í bæ??? og ég sem tékkaði í boxið -airport-

Það kostaði 40 usd að komast þangað... þar fékk ég andlegt áfall yfir skúrnum... svo neitaði leigan að viðurkenna tryggingar í korti... og seldi ekki tollpassa... þegar maðurinn, sem var hinn almennilegasti allan tímann, sagðist ætla að láta mig fá ,,sleða" þá bað ég um að fá hreindýr líka... en þetta var hans brandari fyrir snjóhvítan bíl...
Ferlið á leigunni tók óratíma og ég komst ekki af stað fyrr en kl 4 og þá var umferðin orðin þung. Ég keyrði til East Stroudsburg PA, komin eftir 4 tíma... stillti klukkuna á 2 am fyrir maraþonið...
 
4,júní ... Maraþon í Sussex NJ í dag...
Ég lagði af stað kl 3:15 til að hafa tímann fyrir mér að finna staðinn í New Jersey... early start kl 5... þessir garðar geta verið erfiðir í myrkri... en þó ég keyrði um í rúman klukkutíma um garðinn, fann ég ekki fólkið... ég var farin að halda að það væri ekki réttur dagur... kl 5:15 datt mér í hug að keyra upp að einhverju hóteli í næsta bæ og vona að þar væri net án lykilorðs... þá sendi ég skilaboð... ég finn ykkur ekki í Stokes State Forest park!... svar: við erum í High Point... 13 mílur í burtu... Ég keyrði eins og MANIAC og mætti 40 sek fyrir venjulegt start... kl 6... já og eigum við eitthvað að ræða 108 brekkur, já einmitt, þetta var skráð ,,hilly"...
Nýtt start hafði farið framhjá mér... bara heppin að missa ekki af hlaupinu.
 
5.júní
Í dag keyrði ég frá Pennsylvaníu, þvert yfir New Jersey, New York og Massachusetts til West Hartford í Connecticut... Þetta áttu að vera 178 mílur... eða 288 km... og taka 3 og hálfan tíma... en vegna þess að #&=# bílaleigan leigði ekki Easy Pass... gat ég ekki notað tollvegina... og keyrði ég 481 mílu eða 780 km og var rúma 8 tíma á leiðinni. Í denn gat maður borgað í tollhliði, nú er myndavélakerfi tengt við númeraplötu/eiganda bílsins og háar sektir... Þess vegna gat ég ekki keypt passann annarsstaðar... 
 
6.júní ... Maraþon í morgun í Simsbury CT
Ekki halda að allt hafi verið eins og ætlað var... Ég held ég hafi sofið ágætlega/ekki viss... vaknaði kl 2:15 og var lögð af stað um kl 4, en early start er kl 5... það áttu að vera 20 mín á startið en þegar ég setti inn hnitin sagði Garmin 50 mín... svo hugsaði ekki um það meira og rauk af stað... keyrði eins og brjálæðingur í myrkrinu, fór einu sinni framhjá exiti og þurfti að snúa við... 5 mín fyrir 5 kom ég á staðinn... og þar var ENGINN...
Þegar ég athuga blaðið, þá ruglaðist ég á dögum... setti inn hnit fyrir næsta miðvikudag... ég grét í 3 sek... mátti ekki vera að því að gráta lengur... Rétt hnit voru 50 mín í burtu, en mín var 25 mín á leiðinni... ég fékk að fara strax af stað uppá að reikna frá starttíma kl 5...
Brautin var nokkuð slétt, kalt og rakt í upphafi en varð heitt, nokkrir skuggar á leiðinni... er þetta ekki orðið gott???
Þetta hlaup er til heiðurs Indíu Carmen 8 ára í dag... en þegar hún fæddist var ég hálfnuð í maraþoni í Illinois í Heartland Seríunni...amma er aldrei heima.
 
7.júní
Ég skipti um hótel... keyrði til Holyoke MA fyrir síðasta maraþonið í ferðinni...
 
8.júní ... Maraþon í Holyoke MA
Þó startið væri ekki langt í burtu og að ég væri búin að fara þangað ,,óvart" á mánudag... þá vaknaði ég kl 2:15... og var komin snemma á startið í grenjandi rigningu... veðurfræðingurinn heima sagði að það myndi stytta upp eftir nokkra tíma og vera glampandi sól eftir það... og hann var með þetta... Maraþonið var ræst kl 5, grenjandi rigning malarstígur og 7 brekkur x12 ferðir...
Ég kom sjálfri mér á óvart... var með ferskari fætur en ég hélt...
 
9.júní ... Heimferð
Ég lagði klst fyrr af stað en ég ætlaði eða(8:40)... 160 mílur í Linden NJ að skila bílnum... ég stoppaði í New Haven og tók atvinnuviðtal í Walmart... á TEAM... við sóknarnefndina á Borg á Mýrum... og hélt síðan áfram... það hægðist verulega á umferðinni í New York, þetta var skref fyrir skef... mér var ekki orðið sama og þegar ég kom að göngum yfir til New Jersey voru þau lokuð vegna slyss og garmin sendi mig í hring í þessari hægu umferð... þá talaði ég við lögregluna sem skrifaði niður leið að brúnni... vá, ég bað stanslaust til Guðs... að ég missti ekki af fluginu...
Það greiddist úr umferðinni þegar ég kom yfir brúna... aðeins 11 mílur eftir... og... bílaleigan lokuð... já, einmitt, ég hreinsaði út úr bílnum, tók myndir allan hringinn, læsti og setti lyklana í lúgu... labbaði í næsta hús og þar næsta og bað fólkið að hringja á leigubíl... loksins hitti ég mann sem var svo elskulegur að hringja og ég fékk bíl eftir 3ja símtal... og rúmlega kl 8 var ég komin á völlinn... flug kl 11:40... og auðvitað seinkaði fluginu - hvað annað !
Í þessari ferð kláraði ég þrjú fylki, 3 maraþon
Sussex New Jersey, 43,49 km ✔️
Simsbury Connecticut, 44 km ✔️
Holyoke Massachusetts, 44,69 km ✔️
Ég keyrði 960 mílur eða 1.555 km         TAKK JESÚS ❤🙏❤



Missouri - Oklahoma 11-17.maí 2022

Ég fór ein út, enda hlaupaferð, millilenti í New Jersey og flaug þaðan til Kansas City... Þetta var langur dagur því biðin á vellinum í NJ var rúmir 8 tímar... lenti um miðnætti í Kansas, og búið að loka á bílaleigunni... þegar ég var komin á hótelið hafði ég vakað í 23 tíma... 

Skuttlan fór með mig aftur upp á flugvöll, ég náði í bílinn og keyrði út úr Missouri, yfir horn af Kansas og suður til Miami Oklahoma... 180 mílur eða 290 km... nú bættist við klst munur við Ísland. Ég þurfti að tékka mig út um nóttina fyrir maraþonið... garðurinn sem brautin var í hafði verið á kafi fyrir viku, því áin flæddi rækilega yfir bakkana... það var heitt en skýjað og við fengum einn rigningarskúr... 

Strax eftir hlaupið keyrði ég norður til St Joseph í næsta maraþon... og á leiðinni var keyrt aftan á mig... það stoppuðu bílar fyrir framan mig, ég gat stoppað en bíllin fyrir aftan mig lenti á mér... þetta ferli tók þó nokkurn tíma, lögreglan kom ekki því enginn slasaðist og bílar ökufærir... Ég fékk eins miklar upplýsingar hjá bílstjóranum og mér datt í hug að ég þyrfti... enda er þetta ekki í fyrsta sinn sem keyrt er aftan á mig í USA... hafði samt smá áhyggjur að hafa ekki fengið nægar upplýsingar því lögreglan kom ekki...

Ég var því ekki vel sofin þegar ég mætti um miðja nótt í næsta maraþon... það var greinilega ekki minn dagur... og ekki sniðugt að fara maraþon tvo daga í röð án æfinga... það var heitt 93°F, rakt og nánast enginn skuggi... en ég þráaðist við að klára. 

Flaug heim frá Kansas City með millilendingu í Newark NJ.

2 maraþon og keyrði 692 mílur eða 1.120 km


Chicago IL - Kentucky 20-27.apríl 2022

Covid vottorðið mitt gildir í 3 mán svo það er um að gera að nota það... Ég fór ein út, flaug til Chicago og keyrði daginn eftir suður til Cairo... það voru 385 mílur þangað eða 624 km... ég stoppaði nokkrum sínnum á leiðinni til að slétta krumpurnar... 

Ég fékk ágætis hótel... en þarf að fara í nótt yfir fylkismörkin og 30 mílur suður til Columbus Kentucky í maraþonið... Það var mjög heitt, 5 brekkur og 14 ferðir... 70 brekkur, vá og svo mældist brautin allt of löng... ég var fegin að hafa dag á milli maraþona núna...

Næsta dag keyrði ég til Vienna IL... uppgötvaði fyrir framan hótelið að ég hafði gleymt símanum á hinu hótelinu... já takk, 44 mílur til baka, 88 alls... svo ég keyrði 132 mílur þennan dag... þegar ég svo fékk símann í hendur vissu allir í hlaupinu og hálft Ísland að ég hafði gleymt símanum... NEWS TRAVEL FAST..

Það var ca 1 míla á startið í Vienna, svo það var mjög þægilegt... brautin var slétt og allt gekk vel... daginn eftir keyrði ég aftur til Chicago og gisti í Monee þar til ég flaug heim...

2 maraþon og keyrði 1.052 mílur eða rúma 1.700 km

YESS, I LOVE IT


Orlando - Alabama 22-29 mars 2022

Loksins. loksins er búið að opna Ameríku fyrir útlendingum eftir Covid... ég var svo heppin að fá Covid í lok febrúar að ég þarf ekki nema eitt vottorð til að komast inn í landið... Upphaflega ætlaði ég að fara 2 maraþon... já klikkun ekki satt, í ENGRI æfingu... en svo hætti ég við seinna hlaupið og fór bara eitt...

Ég fór ein út, flaug til Orlando og keyrði næsta dag til Eufaula í Alabama... það voru tæpar 400 mílur eða rúmlega 600 km þangað... svo dagurinn fór í keyrslu og að hluta til í ausandi rigningu... það voru víst skýstrokkar í nágrenninu... Ég tékkaði mig inn á hótelið og daginn eftir mætti ég í Maraþonið... það gekk ágætlega og ég var fegin að vera aðra nótt... þurfa ekki að keyra suður strax eftir hlaupið.

Ég keyrði síðan sömu leið til baka til Orlando.. hafði nægan tíma til að versla og fannst frábært að vera farin að ferðast aftur.

1 maraþon og gleymdi að ath mælastöðu, en það voru rúml 1200 km fram og til baka og svo keyrði ég um allt í Orlando í 4 daga... giska á 15-1600 km alls

Júhú... I am on the road again


ÁRAMÓTA-ANNÁLL FYRIR ÁRIÐ 2020

Máltækið segir að það sem hafi ekki gerst áður gæti alltaf gerst aftur... en það hefur aldrei gerst áður að ég hafi ekki skrifað á þessa bloggsíðu í heilt ár... HEILT ÁR. 

Málin hafa æxlast þannig að þessi síða hefur orðið að ferðalýsingum... en eins og svo margir aðrir þá ferðaðist ég aðeins innanhúss og á milli landshluta þetta árið. Ráðningartími minn var síðast frá 1.des-31.maí 2020. Ég var síðan ráðin aftur frá 1.nóv-31.maí 2021 prestur í Patreksfjarðarprestakalli, með aðsetur á Patró og sendi kveðjuna út þaðan. 
Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 9 ára á morgun, nýjársdag 2021. Afmæliskveðjan fer til Stavanger þar sem þær mæðgur búa. 

STARFIÐ

Ég er í heildina mjög ánægð með hvernig mér tókst að nýta mér mína kunnáttu í prestsstarfinu. Í febrúar kom upp þessi covid-19 veira sem varð að heimsfaraldri og allt breyttist. Ég byrjaði strax að hringja í eldri borgarana, semja og taka upp lög og glamraði undir á gítarinn. Ég hélt eins og allir aðrir að þetta myndi ganga fljótt yfir og mig langaði til að halda sambandi við fólkið. En þessi veira var erfiðari en menn óraði fyrir svo ég fór að taka upp messur í kirkjunum og sunnudagaskólalög fyrir krakkana og setti allt á rásina mína á youtube.com og deildi yfir á vef prestakallsins. Þessu var bara vel tekið og þegar ráðningartímanum lauk 31.maí var ég búin að setja inn 31 videó...
Fyrsta skírnin. Í jan (fyrir covid) skírði ég fyrsta barnið en í byrjum mars fór ég suður og jarðsetti Dísu móðursystur mína í covid ástandi. það var fyrsta útförin. Þríeykið okkar (Alma, Víðir og Þórólfur) tók vel á sóttvarnarmálum og það var slakað nóg á ástandinu að ég gat fermt á Bíldudal 31.maí sem var síðasti vinnudagurinn minn og ég keyrði beint suður á eftir. Fyrsta fermingin.
Fyrsta brúðkaupið var í byrjun júlí þegar ég gaf saman Guðbjörgu frænku mína og Hermann. 19. júlí keyrði ég norður og messaði á Hólum í Hjaltadal, leysti Sólveigu Láru vígslubiskup af.  

1.nóv keyrði ég aftur vestur, ráðin til loka maí 2021. Ég leysi af sem sóknarprestur hluta af ráðningartímanum í nær sama covid-ástandi og tók upp guðsþjónustur eins og áður. Aftanstundina á aðfangadag hafði ég þrískipta, messuupphaf á Patró, ritningarlestra og prédikun á Tálknafirði og messulok, blessun og bænir á Bíldudal.
https://www.youtube.com/watch?v=7mChtT83dDQ&t=74s

Mér tókst að vera með helgistund (live) á Heilbrigðisstofnuninni (H-vest) á aðfangadag og tvær ,,leynimessur" yfir jólin. Á jóladag messaði ég í Sauðlauksdal og á annan í jólum á Rauðasandi. Að sjálfsögðu voru 10 manna samkomutakmörk virt. Messurnar voru ekki auglýstar heldur hringdi ég á bæina. Þessar guðsþjónustur voru líka teknar upp og settar á netið.

FJÖLSKYLDAN

Það er allt við það sama hjá börnum og barnabörnum, nema að Lovísa tók sveinsprófið með glæsibrag, Hún er með stól í MODUS í Smáranum en hún var nemi þar. Svavar er enn í lögfræðinni en árið hefur sennilega verið erfiðara en hann segir þar sem öll kennsla hefur verið á netinu vegna covid. 

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Berghildur elsta systir var 70 ára 6.des sl. Hún hélt ekki veislu vegna strangra samkomutakmarkana en það verður kannski síðar. 

FERÐALÖG

Bíddu... hvað er nú það??? í þessu skrítna ástandi ferðuðust margir innanlands. Ég var bara heima, enda búin að búa úti á landi, á Patreksfirði um veturinn. Ég náði að ganga á Geirseyrarmúlann, upp að Kríuvötnum og á Hafnarmúlann með góðum konum áður en ég fór suður. Og eins og ég söng um í laginu mínu FJÖR Á VESTFJÖRÐUM þá varð ég að sjá Látra og Rauðasand áður en ég færi suður. Ég var nefnilega ekki viss um að ég yrði ráðin aftur vestur. Í júlí fór ég í dagsferð norður á Hóla eins og fram er komið áður... og í sept skrapp ég vestur og fékk að gista í Mikkahúsi Eyrúnar.

HREYFING

Ég hljóp ekki eitt einasta maraþon á þessu ári. Það hefur ekki gerst síðan ég hljóp fyrsta maraþonið minn í Stokkhólmi 1995. Nær öllum maraþonum um allan heim var frestað. Febrúar og mars fóru í að afpanta og fá endurgreitt nokkur flug, fjölda bílaleigubíla og ótal hótelherbergi. Ég hljóp með Völu fyrir sunnan og tók Ratleikinn með systrunum og byrjaði að skrifa dýramyndir með strava forritinu, það gaf göngunum annan tilgang. 

PS. ég sótti um prestsembætti í Hafnarfjarðarkirkju í haust... enda ekki viss um að fara aftur vestur... það er ekkert komið út úr því enn og ég er ráðin hér til 31.maí 2021.

GLEÐILEGT ÁR 2021 

 


Áramóta-annáll fyrir árið 2019

G L E Ð I L E G T  Á R

Við Lúlli ætluðum að senda áramótakveðjuna út frá Texas, en vegna starfs mín varð ég að hætta við ferðina og við sendum kveðjuna út frá Patreksfirði. Við óskum öllum Guðs blessunar, gæfu og góðs gengis á komandi ári um leið og við þökkum fyrir árið sem er að líða. 

Árið byrjar alltaf eins... á afmælisdegi elsta lang-ömmu-barnsins míns (Lúlli á eldra)... Emilía Líf er 8 ára á morgun, nýjársdag og hún var stödd í Hafnarfirði en er nú aftur heim. Elsku Emilía Líf okkar, innilega til hamingju með daginn þinn. Það kemur örugglega að því einhverntíma að við getum mætt í afmælið þitt.

FJÖLSKYLDAN

Lífið hefur gengið sinn vanagang hjá flestum. Árný býr í Njarðvíkum, Helga flutti aftur heim frá Noregi, Bryndís Líf útskrifaðist sem sjúkraliði í Kopervik og flutti til Stavanger... Harpa er á Völlunum, Svavar býr í Reykjavík og er í lögfræðinni en mestu breytingarnar voru hjá Lovísu og Gunna. Þau seldu íbúðina sína í Grafarvogi, keyptu nýtt ófullgert raðhús í Mosó og fluttu til okkar 5.okt. á meðan verið er að gera það íbúðarhæft en ná sennilega að flytja inn fyrir áramót. Lovísa útskifaðist síðan frá Tækniskólanum sem hársnyrtir í des en á eftir sveinsprófið. 

STÓRAFMÆLI ÁRSINS

Mamma varð 90 ára á árinu og Hafdís systir varð 60 ára. 

FERÐALÖG

Ég fór í nokkrar hlaupaferðir á árinu eða alls 9 sinnum og hljóp 15 maraþon. Ég bætti við 8 nýjum maraþon-löndum. Toppurinn á árinu var ferðin í lok maí. þá fór ég fyrst út ein og hljóp í CO, síðan komu Berghildur, Edda og Vala út og við ferðuðumst í 2 vikur saman og hápunkturinn var fjögurra daga gönguferð í Grand Canyon. Við gengum niður frá norður-brúninni og upp suður megin, upp sömu leið og fyrir 3 árum. Það eru ekki til orð eða myndir sem geta lýst þessu ævintýri nógu vel... en hér er videó...  
https://www.youtube.com/watch?v=CXC7zgvKWRc&t=36s 

Strákarnir okkar Völu komu út með sömu vél og Berghildur og Edda flugu heim með og við ferðuðumst áfram í 10 daga. Við heimsóttum sléttasta fylki USA, Kansas, fórum til Texas, Oklohoma og ég hljóp síðan í Ruidoso í New Mexico. Við flugum til og frá Denver.

HREYFING

Eins og áður er talið hljóp ég 15 maraþon á þessu ári. Við systur tókum ratleikinn eins og undanfarin sumur og kláruðum allar leikinn, fundum öll 27 spjöldin... Indía og Mikael fundu nokkur spjöld en hann var með í fyrsta sinn. Ég fór nokkrar ferðir á Helgafell og eina ferð á Esjuna... en þegar ég fór niður fann ég í fyrsta sinn fyrir hnjánum. Við systur höfum haldið okkur við að synda 1x í viku... en ég hef hjólað minna í sumar en áður.

PS. ég sótti um nokkur prestsembætti á þessu ári... alltaf í allra-allra-allra síðasta sinn... og ætlaði að hætta því en var svo blessuð að fá vígslu... 17.nóv var ég vígð til Patreksfjarðar og flutti þangað 5.des. Lúlli þurfti að fara í aðgerð á öxl og kom vestur á þorláksmessu. Svavar kom með honum og var hjá okkur um jólin. Þetta er í fyrsta sinn sem við búum utan Hafnarfjarðar... en ég er ráðin til 31.maí á þessu ári.

GLEÐILEGT ÁR 2020 

 


Kef - Frankfurt - Singapore - Penang Malasía - Singapore - Frankfurt - heim 19.nóv - 3.des 2019

Þetta verður langt ferðalag og tímamunur mikill (+8 tímar). Við fengum Hörpu til að keyra okkur á völlinn. Við flugum með Lufthansa alla leið... Við lentum í seinkun á báðum flugum. Á leiðinni til Frankfurt var ekkert skemmtiefni í vélinni. Í Frankfurt var 2ja tíma bið en það nægði ekki, við hefðum ekki náð ef það hefði ekki verið seinkun á flugi. 

19.nóv... Flug 857 með Lufthansa kl 14:55 (3:40) og flug 778 til Singapore kl 21:55 Flugið til Singapore var tæpir 12 tímar. Vélin var tveggja hæða og flestir í lúxus á efri hæðinni svo við fengum að breiða úr okkur niðri. Lúlli náði fjögurra-sæta-rúmi en ég svaf í þriggja-sæta.

20.nóv... Við borðuðum morgunmat klst fyrir lendingu en dagurinn er að verða búinn hér. Við tókum taxa á hótelið. Þetta var ódýrt herbergi, sáum ekki á myndum að það væri gluggalaust,  sem við tókum til að jafna okkur aðeins á fluginu áður en við fljúgum norður til Penang. Við misstum heilan dag úr og erum mjög rugluð í tíma.   
OYO 103 Hotel Fuji room 107

21.nóv... Við fengum okkur göngutúr um hverfið, keyptum okkur eitthvað að borða, við sofum á kolvitlausum tímum og vitum varla hvaða dagur er. 

22.nóv... Flug 1720 með AirAsia. Við tékkuðum okkur út, tókum leigubíl á flugvöllinn, eigum flug til Penang kl 11:45. Við héldum í alvöru að við værum að fljúga innanlands enda er Penang á sömu eyju en þetta er víst landið Penang sem fylgir Malasíu. Flugið var rúmur klst og engin þjónusta á leiðinni. Við tókum taxa á hótelið sem er virkilega flott hótel. Mollið er næsta hús við hliðina og á bílastæðinu þar náði ég í númerið fyrir hlaupið og á götunni þar fyrir framan er start og mark. 
Eastin Hotel Penang room 606

23.nóv... það er flott morgunverðarhlaðborð hér... við tókum það rólega í dag... og ég reyndi að sofna um kvöldið... en það var ómögulegt... ég fór því fyrr á fætur en ég ætlaði til að fara í maraþonið. Við vorum komin á startið rétt eftir miðnætti en hlaupið var ræst kl 1:30. Allt um maraþonið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2242767/ 

24.nóv... Maraþonið var búið um kl 8 am svo ég komst í sturtu og morgunmat á hótelinu áður en ég lagði mig... og veitti ekki af, eftir að hafa farið ósofin í hlaupið... svo fórum við snemma að sofa um kvöldið... það eru allir dagar í rugli. Ég hringdi í leigubílstjórann sem keyrði okkur af flugvellinum og var búinn að gera okkur tilboð í dagsferð.

25.nóv... Við vorum sótt kl 9am og áttum góðan dag. Fyrsta stopp var við Penang Hill, þar sem við tókum lest upp á topp, gengum eftir fjallinu og skoðuðum útsýnið á The Habitat. Þetta tók 3 tíma. Þaðan fórum við í súkkulaðiverksmiðju, vax-litunar verkstæði, kaffi smakk verksmiðju og te-búð. Þá var dagurinn bara hálfnaður. Við enduðum daginn í dag á Butterfly Farm... þar sem við skoðuðum bæði skriðdýr, skordýr og fiðrildi... elsku kallinn var alveg búinn í fótunum eftir daginn. 

26.nóv... Við notuðum síðasta daginn á þessu lúxushóteli til að rölta um mollið við hliðina, ég reyndi að finna minjagrip en fann ekkert. Við borðuðum á hótelinu og gengum frá töskunum. Við eigum flug snemma í fyrramálið.

27.nóv... Eftir morgunmat eða kl 8 áttum við pantaðan leigubíl á flugvöllinn. Ég fann ekki heldur minjagrip þar svo það verður ekkert í skápnum frá Malasíu. Flugið ttók rúma klst. Við tókum leigubíl á hótelið okkar... eða skal ég segja gluggalausa skókassann... hvílík vonbrigði... þetta herbergi kostar svipað og það sem við vorum í er algjör andstæða í gæðum. Sturtan er hörmung því allt herbergið verðu blautt og flæðir fram á gang. Við fengum okkur göngutúr til að kaupa okkur eitthvað til að borða og hafa í herberginu. Mítt ráð fyrir þá sem ætla til Singapore er að nota ekki hótelvefi... hefur fara beint inn á Singapore og leita. Hotel Bugis 81, room 509, 31 Middle Road, Singapore, mæli ekki með því.

28.nóv... Við ætluðum að ganga á startið eftir Google map en það leiddi okkur í kolranga átt, tókum því leigubíl í expo-ið. Við sóttum númerið, ég fór í heilsutékk, við fórum í Marina Bay Sands Casino þar sem ég tapaði 5 singapore dollulum. Við fórum upp í tvo turna í hinu fræga þriggja-turna-skipi með sundlaug á dekkinu. Við ætlum að koma þangað aftur eftir maraþonið á sunnudag.

29.nóv... Nafna mín á afmæli í dag, 26 ára. Við töluðum saman í síma í gær. í dag löbbuðum við lúlli rétta leið á startið... eins gott að vita hvert maður á að fara. Við fundum þá annað moll Sun Tec City Mall. Þegar við fórum út seinnipartinn var eins og hellt úr fötu. Þetta er rigningar tíminn en ég vona bara að það hangi þurrt í hlaupinu. 

30.nóv... það var vandi að lifa í dag, því maraþonið byrjar kl 18 í kvöld. Við fórum lítið út en þar sem það er erfitt að sofa um miðjan dag þá fór ég ósofin í hlaupið. Allt um hlaupið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2243068/

1.des... Þetta var í þriðja sinn sem ég hleyp á afmælisdeginum mínum. Ég kom í mark um kl 2 um nóttina og það tók mig um 2 klst að fá bíl og komast á hótelið, aðallega vegna þess að bílarnir eru flestir Uber sem þarf að panta. Lúlla var ekki orðið sama þegar ég kom loksins. Ég hef sjaldan verið með eins mikil nuddsár... meira að segja eftir stroffið á sokkunum. Svitinn í öllum rakanum var gífurlegur. Ég svaf ekki nógu vel eftir hlaupið en hvíldist þó eitthvað. Við fórum eitthvað út eh... fengum okkur að borða og uppgötvuðum fleiri moll... believe it or not - það er moll í hverju húsi.

2.des... við pökkuðum, tékkuðum okkur út um hádegið og tókum leigubíl í Cable Car yfir borgina... Við vorum rétt komin inn í vagninn þegar byrjaði að rigna og hvílíkar sprengju-þrumur. Þetta var samt gaman. Við skiptum nokkrum sinnum um vagna og það var hægt að skoða sig um á fleiri stoppustöðvaum en við gerðum. Þarna voru líka stærðarinnar moll. Um kvöldmat tókum við bíl á hótelið, sóttum töskurnar og vorum keyrð á flugvöllinn... við eigum flug um miðnætti.

3.des... 12 tíma næturflug til Frankfurt og vélin var full... við vorum svo heppin að hafa autt sæti á milli okkar, eitt af fáum lausum... samt gátum við bara dottað. Við áttum síðan nokkurra klst bið í Frankfurt áður en við flugum heim og lentum þar kl 14. Við flugum alla leið með Lufthansa. Harpa sótti okkur á völlinn. Alltaf gott að koma heim. 


Kefl - Newark - Buenos Aires - Newark - heim 19 - 25.sept 2019

Já sæll... þegar ég vaknaði í morgun var fyrsti dagur sem var hægt að athuga hvort ég hefði komist inn í gegnum útdráttinn í Tokyo maraþoninu... það er ótrúlegur fjöldi sem sækir um og hlaupið varar við erfiðleikum að komast inn á "mínar síður" fyrstu dagana en JEY... ég komst inn....

Síðustu 2 ár hef ég þurft að afpanta hótelin sem ég hafði pantað (ef ég kæmist inn)... en í morgun flýtti ég mér að borga mig inn í hlaupið og keypti farið til Japan...
Venjulega er ég að kaupa einhverja ferð daginn sem ég kem heim, en nú var það daginn sem ég fer út...

19.sept... flug til Argentínu kl 11:55 með United Airlines... 6 tíma flug...
það er frábært að ferðast með þeim, við fengum tvisvar að borða á leiðinni, nóg skemmtiefni, frí heyrnartól og fluginu fylgdu 2 innritaðar töskur 23 kg hvor. Það tók okkur tæpa 2 tíma að fá töskuna, fara í gegnum eftirlitið og fara í annan terminal. Við áttum síðan nokkurra klst bið og ferðuðumst áfram með United til Buenos Aries Argentínu. Það var næturflug sem tók 11 klst. Við lentum um morgun. 

20.sept... Ég var búin að semja við hótelið að sækja okkur á flugvöllinn. Okkar beið leigubíll og ferðin á hótelið var um klst... Það er að segja, við héldum að við værum á hóteli en þetta var heimagisting. Við vorum ekki ánægð því við viljum vera sér. Fernanda var öll af vilja gerð til að láta okkur líða vel en þetta er ekki okkar stíll. Við viljum ekki deila baðherbergi, nota sömu sápu í sturtunni og þurfa að taka handklæðin inn á herbergi með okkur. Við tókum það rólega þennan dag en fórum út í banka að skipta gjaldeyri og fengum okkur að borða.

21.sept... Fernanda lánaði okkur strætókortið sitt því það er ekki hægt að borga með peningum... Við tókum strætó á Sheraton hótelið að sækja númerið... ágætt expo, en spænskan mín ryðguð og vart nothæf...fáir sem tala ensku... 
Við biðum frá kl 2 eftir að fundur Marathon Globetrotters ætti að byrja kl 3... enginn vissi hvar fundurinn ætti að vera, nema ef hann ætti að vera kl 4 á eftir öðrum fundi á ganginum fyrir framan expo-ið... þegar allt kom til alls var hann á öðru hóteli... þar sem flestir úr klúbbnum gistu.
Við fengum okkur argentískan hamborgara. Maraþon kl 7 am 

22.sept... gistingin okkar en hálfum km frá starti og marki. Ég vaknaði kl 4 til að undirbúa mig og um 6 leytið löbbuðum við á startið. Þetta var nokkuð stór maraþon. Hlaupið var ræst kl 7... allt um hlaupið á https://byltur.blog.is/blog/byltur/entry/2239770/

23.sept... við pökkuðum og fengum að geyma töskurnar. Síðan skelltum við okkur í smá umhverfis rannsókn, fundum eina fallega kirkju, náðum í endann á messu og skoðuðu mannlífið. Við eigum flug kl 20:00 til Newark... 11 tíma næturflug. 

24.sept... við lentum milli 5 og 6 am í Newark, tókum bílaleigubílinn og fórum að versla. Við lentum í morguntraffíkinni og umferðarsultum út um allt. Komumst í Walmart, Target, Dollar Tree og einhverjar fleiri búðir... skiluðum bílnum frekar snemma og biðum á flugvellinum eftir næsta næturflugi... 6 tímar heim. Flug kl 22:40

25.sept... lent heima um kl 8:20. bíllinn beið okkar á stæðinu... ekkert annað að gera en að drífa sig heim í sturtu og fara í vinnuna kl 12:30 eh.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband