Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Löggæsla

,,þjóðin" er þá alltaf að minnka!

Menn mótmæla fyrir framan Alþingishúsið, enda í fullum rétti til þess. Fyrirsögn fréttar Mbl.is er ,,Þjóðin var í Alþingisgarðinum"... Þjóðin er nú orðin heldur fámenn ef hún kemst fyrir í Alþingisgarðinum. Fyrirsagnir fjölmiðla eru ekki alltaf sannleikanum samkvæmar.

Auðvitað á ekki að eyða dýrmætum tíma í umræðu um bjórsölu í matvörubúðum - raunar ætti bara að loka Ríkinu og hætta að selja tóbak...
Menn heimta kosningar... en hvern ætla menn að kjósa ef gengið væri til kosninga NÚNA?  það væru sömu andlitin í framboði.
Sjálfstæðisflokkur, Samfylking,  Framsókn = sami grautur í sömu skál og enginn flokkur getur unnið með Vinstri grænum...

Því miður verður að bíta í það súra og bíða betri tíma með kosningar.


mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innsetning Obama

Hvílík öryggisgæsla og skipulag.
Það er aðdáunarvert hve kananum tekst alltaf að vera skipulagður, og hvað allt gengur fljótt og vel fyrir sig... þetta er enginn smá mannfjöldi sem er á staðnum og fylgist með athöfninni. Öll dagskráin hefur verið sýnd beint og hreint út sagt frábær. Við sáum í sjónvarpinu í morgun að fólk var farið að drífa að eldsnemma í morgun.  Við bíðum spennt eftir embættissetningunni kl 12 í dag.
mbl.is Gífurlegt fjölmenni í Washington
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elmo radarvari

ElmoÉg gleymdi nú að blogga um Elmo kallinn...
Harpa pantaði Elmo á netinu og hann var sendur á hótelið til okkar. Við höfum ekkert tekið pakkann upp... enda eigum við hann ekki.
Eitt kvöldið þegar Lúlli var að flakka á milli stöðva á sjónvarpinu... þá heyrum við flaut... hvít-hvíjú... Whistling í ca. eina mínútu.  Við skildum ekkert í þessu... en svo datt okkur í hug að þetta hafi komið frá Elmo... að sjónvarpsfjarstýringin hefði komið þessu flauti af stað.

Þegar við keyrðum til Georgíu, var Elmo í aftursætinu... Allt í einu fer hann að flauta og það eina sem okkur datt í hug var að við hefðum keyrt inn í radargeisla hjá lögreglunni. Svo Elmo kallinn lét okkur vita - kannski heldur seint - að lögreglan væri að mæla.


« Fyrri síða

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband