Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Ótrúleg bloggleti

Það er varla hægt að segja að ég hafi bloggað frá því að skólinn byrjaði í haust. Kannski er málið að ég fækkaði við mig einingum, tók 20 í stað 30 og ætlaði að eiga smá líf með. Þessi 3 fög sem ég tók, voru þó nokkur lestur og verkefnavinna, svo bætti ég við hlaupadögum og byrjaði að prjóna og sauma aftur... en ekki að mála - bloggið varð alveg útundan.

Eitt fagið var ,,trúarstef í kvikmyndum" og ég varð enn einu sinni vör við hvað ég er öðruvísi... Við áttum að reyna að horfa á hverja kvikmynd ,,sem mynd"...
Það var ekkert vandamál fyrir mig, því ég hef alltaf staðið fyrir utan myndir og bækur, hef ekki sett mig í hlutverk eða séð mig sem persónu, túlka ekki eitthvað sem er ekki sagt og tek myndir ekki sem skilaboð eða boðskap, í þeim er einungis ákveðin saga sögð.
Í mínum huga er kvikmynd bara kvikmynd - sumar eru leiðinlegar aðrar skemmtilegar.

Nú eru prófin búin, ég bíð eftir einkunnum... Whistling


Hvað eiga menn að halda ?

Hvernig stendur á því að Össur er hneykslaður... hefur forsætisráðherra-dúkkan ekki sagt heiminum að atkvæðagreiðslan hafi verið marklaus...
mbl.is Gagnrýnir harðlega sænskan ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komin í þetta venjulega

Við komum heim síðasta miðvikudag. Ég átti frí í skólanum þann dag en svo tók þetta venjulega við. Ég þarf að klára ritgerðina fyrir fyrrihlutann af ,,Kirkju og nútímalegu þjóðfélagi" sem ég geti byrjað á þeirri sem er fyrir seinni hlutann.
kisa með rósSvo þarf að skrifa umsagnir fyrir hverja bíómynd sem við horfum á í ,,Trúarstef í kvikmyndum"... ég hélt fyrst að það væri nú ekkert mál en það TEKUR TÍMA.

AFMÆLISBÖRN MARS-mánaðar:
2. mars Sölvi Steinn - 2ja ára
5. mars Helga - 35 ára
5. mars Emil - 44 ára
27. mars Inga Bjartey - 14 ára 
Fyrir utan þá sem eru fjær-tengdir Wink

Innilegar hamingjuóskir til þeirra allra Wizard


Bíddu... las ég rétt - seldi faðirinn dóttur sína?

Er dæmið farið að snúast við... áður voru stúlkur verðlausar afurðir og baggi á foreldrunum vegna heimanmundarins sem foreldrarnir greiddu með dætrum sínum... skil ég það rétt að þær séu núna orðnar verðmiklar og þess vegna orðnar söluvara.
Greinin er að vísu frekar illa skrifuð, langar setningar sem er hægt að skilja á margan hátt... en ég skil greinina þannig að faðirinn hafi fengið borgað fyrir dóttur sína.
mbl.is Tólf ára stúlka hættir við skilnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvort eigum við að hlæja eða gráta?

Er aukin áfengisneysla samasemmerki fyrir auknar tekjur fyrir ríkissjóð. Skyldi Steingrímur fá miklar tekur af áfengissölunni í Eyjum???
Af fréttinni að dæma eru drykkjulætin ekki bara um helgar því það er talað um vikur - ekki helgar og 13.jan var miðvikudagur... Svo það er spurning hvort við eigum að fagna auknum tekjum fyrir Steingrím eða gráta yfir því að almenningur bruggi í stórum stíl til að skemmta sér ÓDÝRT í atvinnuleysinu.
mbl.is Kvartað undan drykkjulátum í heimahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta tekið vatnið...

Fari Álftanes í vanskil með afborganir þá er auðvitað þægilegt fyrir tryggingafélagið að geta tekið vatnið upp í skuldina... sundlaugin verður áfram á sínum stað.
mbl.is Veð í sundlaug stofnfé Sjóvár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nægjusemi

Eitthvað er maður orðinn gamall þegar maður stelur svona brandara af facebook hjá barnabarninu...
Hvernig á að heilla konu? Ö..... Hrósaðu henni, faðmaðu hana, kysstu hana, haltu utan um hana, elskaðu hana, strjúktu henni, stríddu henni, huggaðu hana, verndaðu hana, eyddu peningum í hana, bjóddu henni út að borða, kauptu gjafir handa henni, hlustaðu á hana, stattu við hlið hennar, styddu hana, farðu hvert sem er fyrir hana.

En hvernig á þá að heilla karlmennina? Mættu nakin… með bjór...

og sé maðurinn nægjusamur... þá er nóg að koma með bjórinn.


Tökum hann á orðinu

Ég er ansi hrædd um að það renni á hann tvær STEIN-GRÍMUR... Það er löngu tímabært að koma þessari stjórn frá... 1) Hún hugsar ekki um hag fólksins... vinnur frekar á móti... 2) hún gerir allt sem hún sagðist EKKI ætla að gera... og gerir ekki það sem hún ætlaði að gera - nema hækka skatta... 3) Ráðherrastólarnir eru þeim meira virði en nokkuð annað... og hatur til fyrri stjórnar blindar þau gjörsamlega...

Kjósum um nýja stjórn samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni og falli þessi stjórn - komum þá á þjóðstjórn og ekkert kjaftæði... við getum ekki eytt meiri tíma í þessa vitleysu.


mbl.is Ekki of flókið árið 2003
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afleiðingar af notkun nútíma lyfja verður að hugsa til enda...

Nældi mér í þetta hjá Björgu vinkonu:

Undanfarin ár hefur meira fé verið eytt í brjósta-stækkanir og Viagra en í rannsóknir á Alzheimer...
er því trúað að árið 2030 muni fjöldi fólks ráfa um með stór brjóst og standpínu án þess að muna til hvers....


We are ICE-SAFE

Við blásum köldu yfir Evrópu... Veðrið hefur verið milt við okkur en Evrópubúar hafa fengið að kenna á KÁRA... Þetta setti Guðbjörg frænka á fésið sitt...

People of Europe:
Send us some money and we will take our freezing weather back.
Best regards, Iceland


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Bryndís Svavarsdóttir
Bryndís Svavarsdóttir

alltaf að mála, þó ekki skrattann á vegginn.

Gaflari í húð og hár.
Gift, 4 börn, 8 barnabörn og 3 langömmubörn :)
Cand Theol í guðfræðideild HÍ.
Prestur..
vanræki áhugamálin


Aðaláhugamál:
Skemmtiskokkari:
Fjallgöngur,
Olíumálun,
Ferðalög.

Netfang:
bryndissvavars@gmail.com  Hlaupasíðan mín:
byltur.blog.is

Hef ekki enn tekið ákvörðun um að safna bloggvinum á lista hjá mér.

Eldri færslur

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband